Heimalningum er ekki bjargandi

Punktar

Gott er, að Alþingi ætlar að samþykkja viðræður um aðild að Evrópu. Þingmenn geta farið að garga um annað í bili. Viðræður fara í gang og útkoman verður borin undir þjóðina. Fróðlegt verður að sjá, hvað kemur út úr viðræðum. Að vísu skiptir útkoman engu máli. Íslendingar eru forstokkaðir. Taka engum rökum, allra sízt skynsamlegum, trúa á eigin orðhengilshátt. Einangruð eyþjóð telur sig alveg sérstaka, þótt sú sérstaða felist helzt í heimsfrægu getuleysi í fjármálum. Íslendingar munu með eindregnum meirihluta fella útkomuna. Sama hversu hagstæð Evrópa verður. Heimalningum er ekki bjargandi.