Til Íslands koma tæpast aðrir en þeir, sem eru vanir vatnssalernum heima fyrir. Hafi þeir hægðir annars staðar, er það ekki af vana. Fararstjórar hópferða eiga að skipuleggja ferðir þannig, að áð sé, þar sem eru salerni. Hegðun farþega er á þeirra ábyrgð. Erfiðara er að fást við þá, sem ferðast á eigin vegum. Vilji fólk, að þeir hægi sér ekki á freistandi stað, þarf að setja þar upp skilti. Vilji fólk, að þeir hafi ekki næturstað á freistandi stað, þarf að setja þar upp skilti. Enginn reiknar með, að notkun salerna sé ókeypis, né að bílastæði og svefnstæði séu ókeypis. Heimatilbúinn vanda á að leysa strax. Semsagt strax.