Heimsborgarbragurinn

Punktar

Ég hef ekkert að gera, fyrirlestrar vetrarins tilbúnir, hestarnir komnir í þjálfun og stóra ferðin byrjar um helgina. Rölti þess vegna eins og túristi um miðborgina í góða veðrinu. Tók eftir, að þar voru ekki bara túristar. Þriðji hver maður var Íslendingur. Það voru hundruð, sennilega þúsundir heimamanna að gera ekki neitt í bænum. Mér fannst það skrítið, hafandi puðað í áratugi, minnti mig á menntaskólaárin. En þá var bara eitt Mokka, núna er miðborgin ein samfelld heimsborg. Mér finnst gott, að fjöldi manna hafi ekkert þarfara að gera en að rölta eða sitja í miðri heimsborginni.