Heimsborgir hníga

Punktar

Allt er í heiminum hverfult. New York er núna þungamiðja heimsins. Fyrir 4.000 árum var borgin Úr í Írak mesta borg í heimi, fyrir 3.500 árum var það Þeba í Egyptalandi. Fyrir 3.000 árum naut Sídon í Líbanon þess heiðurs og fyrir 2.500 árum Persepolis í Persíu. Fyrir 2000 árum var röðin komin að Róm og fyrir 1500 árum var það annað hvort Mikligarður í Tyrklandi eða Sjangan í Kína. Fyrir 1000 árum var Kaifeng í Kína mesta borg í heimi, fyrir 500 árum var það Flórens eða Feneyjar og nú er röðin komin að New York. Hún mun samt varla endast marga áratugi enn í því hverfula hlutverki.