Heimsenda-brestur

Punktar

Heimsenda-ímyndun Moggans, Fréttablaðsins, Ríkisútvarpsins og ýmissa minni fjölmiðla er að byrja að bresta. Fólk hættir að trúa bullinu um, að hér sé allt á hverfanda hveli. Raunveruleikinn síast inn í ýmsu formi, í tölum um lítið og minnkandi atvinnuleysi, tölum um sífellt jákvæðan viðskiptajöfnuð við útlönd, tölum um lægri skatta á almenningi. Efnahagslega vegnar þjóðinni vel, þótt siðvæðing hafi gengið miður, til dæmis uppgjör við hrunbófa. Fólk veit um það, en er að byrja að sjá gegnum heimsenda-lýsingar hinna mjög svo vilhöllu fjölmiðla. Mun smám saman koma betur í ljós í könnunum haustsins.