Ástandið í landinu er betra en fjölmiðlar lýsa. Atvinnulífið gengur á 95% af fullum dampi. Gjaldþrot hafa lítt aukizt milli ára. Bara bankar og byggingar hafa beðið hnekki. Þúsund milljarðar eru í bönkum til að standa undir þörfum venjulegs atvinnulífs, sem gefur mesta vinnu. Þá er ég ekki að taka undir stóriðju- og stórvirkjana-ruglið, sem margir eru helteknir af. Ég er bara að tala um venjulegt atvinnulíf. Sem við kunnum lagið á og sem við eigum að þenja út. Menn tala hér eins og hlið helvítis muni opnast, ef við fáum ekki digran gjaldeyrissjóð að láni og vinnu við stóriðju. Það er nú meira ruglið.