Meðan bandarískir iðjuhellar froðufella af gleði yfir kenningum Bjorn Lomborg um gott ástand umhverfismála heimsins, skrifar Michael Meacher, umhverfisráðherra Bretlands 1997-2003, í Guardian um hið sanna ástand umhverfismála, sem stefnir hreinilega að endalokum nútímalífs eftir hálfa öld, áður en ævi ungra Íslendinga er öll, nema framkvæmdar verði tillögur hans um róttækar aðgerðir til úrbóta. Ein þeirra snýst um alþjóðadómstól í umhverfismálum, þangað sem íslenzkir ráðherrar verða vonandi einhvern tíma dregnir til að fá makleg málagjöld.