Heimsendir frestast

Punktar

Ríkisstjórnin er búin að því, sem hún hyggst gera fyrir heimilin, getur gert og hefur leyfi til að gera. Ekki þarf að bíða eftir stjórnarmyndun til þess. Himinninn hrynur ekki meðan ríkisstjórnin spjallar um aðild að Evrópu. Ríkisstjórnin er líka búin að því, sem hún hyggst gera fyrir atvinnulífið. Ekki þarf að bíða eftir stjórnarmyndun til þess. Himinninn hrynur ekki meðan ríkisstjórnin spjallar um aðild að Evrópu. Mörg fyrirtæki fara á hausinn, af því að þau eru of skuldsett. Þau eru of illa rekin til að bjargast. Önnur halda áfram að lifa. Og ný fyrirtæki rísa með fólki, sem kann til verka.