Enn erum við orðin heimsfræg. Núna vegna kosninganna. Sumir af helztu fjölmiðlum heims furða sig á frumstæðum stjórnmálum Íslendinga. Þetta eru uppsláttarfréttir í Guardian, Financial Times og Süddeutsche. Á Norðurlöndum hafa Politiken, norska og sænska ríkissjónvarpið flutt rækilegar fréttir um málið. Almennt eru miðlarnir hissa á, að Panama-prinsarnir Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skuli enn vera í framboði. Hvarvetna erlendis væru slíkir bófar sjálfkrafa úti í yztu myrkrum. Hér auglýsa þeir sig sem hornsteina stöðugleikans og flytja fávitum ævintýraleg loforð. Landið er fagurt, en þjóðin verður sér ævinlega til skammar.