Heimsfrægð er hætt

Veitingar

Aðstandendur Food & Fun hátíðarinnar hafa tekið mark á gagnrýni. Þeir halda ekki lengur fram, að heimsfrægir séu erlendu kokkarnir, sem nú keppa og elda á veitingahúsum hér í bæ. Ég kannaði málið á sínum tíma og komst að raun um, að þeir voru aðeins heimsfrægir á Íslandi. Í textreklame Moggans er að þessu sinni farið með löndum og ekki fullyrt neitt um heimsfrægð kokkanna. Aðstandendur ferða íslenzkra kokka á vit franska kokksins Bocuse mættu læra af þessu. Bocuse er enginn stólpakokkur, ekki meðal hundrað beztu í Frakklandi. Keppni hjá honum er einskis virði.