Heimsins mesta rán

Punktar

GREIN Gunnars Smára í Fréttatímanum gefur innsýn í hækkun í hafi í útflutningi. Hún margfaldaðist í aðdraganda hrunsins. Um þessar mundir leka árlega tugir milljarða, kannski hundrað milljarðar, úr landi á þann hátt, að kvótagreifar selja sjálfum sér fiskinn erlendis. Hækkunin verður milli Íslands og erlendra hafna. Þannig geta farið hundrað milljarðar á ári út úr mældum þjóðarbúskap, skattfrítt með öllu og framhjá samningum. Væri því bætt við þjóðarframleiðslu með útboði veiðiheimilda, gætum við staðið undir velferðarsamfélagi. Hækkun í hafi er langstærsta rán sögunnar, heimsmetið sjálft, hornsteinn bófaflokkanna.