Heimskan er vanmetin

Punktar

Stundum hef ég verið skammaður fyrir að segja Íslendinga heimska. Eftir á að hyggja held ég, að ég hafi frekar vanmetið heimskuna en ofmetið. Bendi bara á rosalegt fylgi sjónhverfingamanna Framsóknar. Raunar má einnig segja, að aldrei hafi pólitíkus liðið fyrir að ofmeta heimsku kjósenda. Það sannast nú á Sigmundi Davíð. Tillaga hans um, að skattgreiðendur og leigjendur greiði niður ofurskuldir fjögurhundruð fermetra heimila, rennur ljúflega um kvarnir kjósenda. Hálfur Sjálfstæðisflokkurinn hljóp til Framsóknar. Í blindri trú á, að hægt sé að galdra hundruð milljarða úr töfrahúfu að hætti ársins 2007.