Vissulega er forritið Excel hættulegt og hefur leit margan fræðinginn á villigötur. Reikningur hefur tilhneigingu til að skilja brýna þætti eftir utan dæmis. Athyglisverð eru þó atriði í niðurstöðum samráðavettvangs um aukna hagsæld. Þar kemur fram, að íslenzka grunnskólakerfið er óvenju dýrt. En skilar þó litlum árangri samkvæmt fjölþjóðlegum Pisa prófunum. Nefndin útskýrir misræmið þannig: Vinnutími kennara fer of mikið í skipulag og stjórn, en of lítið í kennslu, 34%. Á Norðurlöndum fer 40-50% vinnutímans í kennslu. Þessar tölur tala sínu máli og þeim verður ekki sópað af borðinu.