Ég á ekki orð yfir Oddi Eysteini Friðrikssyni, umsjónarmanni þáttarins Fyndnasti maður Íslands. Í viðtali við Fréttablaðið í gær segir hann: “Ég sé ekkert óviðeigandi við að fyndnasti maður Íslands sé krýndur á sama degi og Kristur var krýndur sinni kórónu. Ég er viss um, að hann hefði komið á keppnina sjálfur hefði hann ekki verið örlítið bundinn.” Ég geri mér grein fyrir, að menn komast langt í sjónvarpi á heimsku sjálfstrausti. En fyrr má nú rota en dauðrota. Burtséð frá því, hvaða skoðun menn hafa á bröndurum á föstudeginum langa, þá lýsa orð hans fáheyrðri sjálfumgleði.