Lönd engilsaxa eru að dragast aftur úr Norður-Evrópu í greind og menntun. Samkvæmt rannsókn rannsókn á vegum OECD, Alþjóðastofnunar efnahagsþróunar. Skilningur í Bandaríkjunum og Bretlandi er mun lakari en á Norðurlöndum og í Hollandi. Lesskilningur, reiknigeta og tæknileikni voru ófullnægjandi og fara ört versnandi. Í auknum mæli eru stúdentar þar hvorki læsir né reiknandi. Að mestu rakið til meiri stéttaskiptingar engilsaxa en norðlægra þjóða Evrópu. Þjóðarauður fossar til örfárra á toppnum. Með niðurskurði og einkavæðingu menntunar og velferðar lendir Ísland í þessum brezk-bandaríska vítahring.