Heimskur og hættulegur

Punktar

Óneitanlega kemur á óvart, að Landsvirkjun og verkfræðistofa hennar skuli falsa niðurstöður vísindamanna til að reyna að gera lítið úr umhverfisspjöllum uppistöðulóns við Norðlingaöldu. Falsanir umboðsmanna Landsvirkjunar hafa verið staðfestar í tölvupósti þeirra. Þær voru svo klunnalegar og illa gerðar, að undrun sætir. Mér til efs, að menn kæmust upp með nota skærin á slíkan hátt í nokkru öðru vestrænu ríki. Hins vegar kemur ekki á óvart, að virkjanaráðherrann skuli saka vísindamennina um að hafa látið skoðanir sínar lita niðurstöðurnar og að það hafi neytt verkfræðistofuna til að lagfæra niðurstöðurnar fyrir hönd þeirra. Við vitum af langri reynslu, að ráðherrann er bæði heimskur og hættulegur, manngerðin sem þarf til að geta fengið af sér að spilla heimsfrægum og einstæðum náttúruverðmætum Þjórsárvera.