Heimskustu 100 konurnar

Punktar

Þegar menn opna fyrirhugað sérblað Frjálsrar verzlunar um “áhrifamestu konur landsins“, verða viðbrögðin önnur en ætlað var. Eru þetta „heimskustu 100 konur landsins“ mun fólk spyrja. Af því að þær hafa hver fyrir sig borgað 127.000 krónur plús vask fyrir að fá heilsíðu viðtal við sig í tímaritinu. Boðið er upp á þjónustu blaðamanns og ljósmyndara. Opnuviðtal kostar meira. Þarna er botninn skrapaður í flótta fjölmiðla frá heilbrigðum starfsháttum. Athyglisvert er, að útgefandi þessa furðulega tímarits er jafnframt önnum kafinn við að stofna stjórnmálaflokkinn „Viðreisn“. Flestu má nú nafn gefa.