Heimslöggan innheimtir

Punktar

Ögmundur Jónasson notar orðbragð um Alþjóða gjaldeyrissjóðinn. Segir hann vera heimslögreglu kapítalismans. Ég sé ekkert rangt í þeirri lýsingu. Held þetta sé á almanna vitorði, ekki ráðherranum til minnkunar. Frá upphafi hefur sjóðurinn fyrst og fremst verið innheimtustofnun eigenda fjármagns. Það er klætt í hræsni um aðstoð við ríki í vandræðum. Einkum á þó sjóðurinn að sjá um, að vandræðaríki endurgreiði peninga, sem alþjóðafjármagnið hefur lánað. Öll hegðun sjóðsins frá upphafi ber þess merki. Um það eru til ótal bækur. Ég sé enga ókurteisi í, að ráðherra lýsi hlutum rétt á íslenzku.