Heimsmenningin á Flúðum

Veitingar

Hrunamannahreppur hefur ekki komið sér upp setri eins og flest krummaskuð landsins. Dónasetri, reðursetri, læknasetri, draugasetri, bófasetri og jafnvel ekki hrunasetri í minningu útrásar. En hreppurinn hefur fengið það, sem merkara er, eþíópskt veitingahús andspænis vínbúðinni á Flúðum og kránni Útlaganum. Á næsta horni eru hótelið og Grund, sem selja ágætan mat. Salatið á Grund er stórfínt. Ekkert af þessu jafnast á við nýja staðinn. sem selur okkur sveitavarginum framandi puttarétti frá Eþiópíu. Meira um þá seinna. Miðað við íbúafjölda eru Flúðir harðari í heimsmenningunni en hverfi 101.