Tíu þúsund innlit á dag væru heimsmet mitt, miðað við fólksfjölda, ef Egill Helgason væri ekki enn hærri. Samkvæmt blogg.gattin.is er hann efstur íslenzkra bloggarra árið 2008 með 5,66% af veltunni. Ég er í öðru sæti með 4,98% veltunnar og Ármann Jakobsson er þriðji með 3,06%. Þetta geta víst talizt ofurbloggarar landsins, þótt þrír framsóknarmenn hafi fyrst fundið upp það hugtak til að tala hver um annan. Björn Bjarnason er númer 36 með 0,60% veltunnar og Össur Skarphéðinsson númer 91 með 0,25% veltunnar. Listi yfir hundrað hæstu bloggarana 2008 birtist á blogg.gattin.is í gær.