Heimsmet í hamingju

Punktar

Þótt flói út af gullkistum fyrirtækja, hyggjast stjórnvöld láta skattgreiðendur borga kauphækkun launafólks. Skattgreiðendur eru sjaldnast spurðir. Ekki voru þeir spurðir, þegar Sigmundur Davíð lét þá borga „leiðréttingu forsendubrests“, sem hrægammar áttu að borga. Síendurtekna sjónhverfingin minnir á karlinn, sem skar rófuna af svöngum hundi sínum og gaf honum að éta. Bót er þó, að þjáning skattgreiðenda rýrnar í takt við gleði launafólks, þegar verðbólgan étur utan af krónutölunum. Við búum áfram í Undralandi, þar sem allir ljúga að öllum og einkum þá að sjálfum sér. Þannig tekst Íslendingum að slá heimset í hamingju.