Eitt er það heimsmet, sem Sigmundur Davíð hefur ekki náð. Það er heimsmet Barack Obama í hræsni. Bandaríkin mega eiga 30.000 tonn af eitrinu Sarin og selja það og annað eitur út um heim allan. En kaupendur mega ekki nota það. Bandaríkin mega dreifa eitri í stórum stíl yfir þriðja heiminn, allt frá Víetnam til vorra daga. En aðrir mega það ekki. Bandaríkin mega 83 sinnum beita neitunarvaldi í öryggisráðinu gegn vilja annarra ríkja. En Rússland og Kína mega það ekki. Engin furða er, þótt Bandaríkin hafni aðild að alþjóða stríðsglæpadómstólnum. Friðarverðlaunahafi Nóbels er mesti stríðsglæpamaður nútímans.