Heimsmet í spillingu

Punktar

Grísk spilling er svo svakaleg, að blaðamaðurinn Kostas Vaxevanis var tekinn höndum í gær fyrir að birta Lagarde-listann. Það er listi yfir svissneska bankareikninga grískra auðmanna. Christine Lagarde afhenti grísku stjórninni listann fyrir tveimur árum, þegar hún var fjármálaráðherra Frakklands. Ekki hefur verið gert neitt í málinu síðan þá. Samt á listinn að gefa Grikklandi færi á að endurheimta skattsvik upp á 4000 milljarða króna. Í stað þess að rukka auðjöfra landsins um þetta fé er fangelsaður blaðamaðurinn, sem birti listann. Grísk stjórnvöld efna nefnilega engin loforð, sem þau gefa Evrópu.