Sumir hafa lengi komið milljörðum í skjól með hækkun í hafi í utanríkisverzlun. Aðrir geta gengið í banka fyrir gengishrun, skipt lánsfé í gjaldeyri og komið honum í skjól. Öll glæpastarfsemin er enn á fullu. Menn gerast síðan hrægammar, kaupa bankaskuldir fyrir slikk og verða kröfuhafar. Sem slíkir hafa þeir fengið bónus hjá þjóðinni upp á milljarða króna. Fá afslátt af stöðugleikaframlagi upp á milljarða króna. Ryðja heilbrigðum rekstri úr vegi og innleiða fólsku sína í atvinnulífið. Hafa ekki verið rukkaðir um skattaskil né látnir útskýra hvarf á fengnu lánsfé og öðru kennitöluflakki. Ríkisstjórnin stjórnar þessu heimmeti.