Heimsminjar brunnu

Punktar

Íbúðablokkin Cité Radieuse í Marseilles skemmdist í eldi í fyrrinótt. Eitt frægasta hús Le Corbusier, merkasta arkitekts 20. aldar. Corbusier hugsaði hönnun sína frá grunni. Fór með farþegaskipi frá Frakklandi til Argentínu. Dáðist á leiðinni að frábærri nýtingu á plássi í káetu sinni, hvernig öllu var haganlega fyrir komið. Hannaði síðan blokkir sínar út frá mannslíkamanum og skipulagi heimilis. Cité Radieuse er grind, þar sem forsteyptum íbúðum var skotið í heilu lagi í grindina eins og skúffum. Hannaði líka músíkhúsið Poème électronique, þar sem hreyfanleg tónlist var flutt í 425 hátölurum.