Heimstenóraslagur

Punktar

Domingo-útgerðin kemur með sinn mann rétt á hæla Carreras-útgerðarinnar. Góð ráð voru dýr, því að ekki borga allir tugþúsundir króna tvisvar á tíu dögum til að hlusta á heimstenór. Kastljósi Ríkissjónvarps var boðið til útlanda til viðtals við Domingo, sem tók heilan þátt. Þannig var náð forskoti á Carreras. Kastljósið og fleiri þættir sjónvarps, svo sem Laugardagskvöld, virðast öðrum þræði vera kynning á hagsmunum, sem kunna að standa og falla með henni. Ég hef ekki séð neinar siðareglur um skipulag þessa hóruhúss, en efast um, að við þurfum að hafa það ríkisrekið.