Heimsveldið og heiðakotið

Punktar

Ýmsir bandarískir sagnfræðingar hafa velt fyrir sér einkennum heimsvelda umfram önnur ríki. Meðal kenninga, sem fram hafa komið í því samhengi, eru þessar þrjár: Heimsveldi á enga vini, aðeins hagsmuni. Heimsveldi fer ekki að lögum, heldur geðþótta. Samskiptatækni heimsvelda felst í hótunum. Öll þessi þrjú atriði einkenna fækkun starfsmanna setuliðsins á Keflavíkurvelli. Bóndinn á íslenzka heiðakotinu getur montað sig af myndum af sér með keisaranum, en hefur nákvæmlega engin áhrif á ákvarðanir keisarans. Það vita allir, hver ræður öllu og hver hefur verra af, ef hann er með eitthvert múður.