Heimtar 100% lygi

Punktar

Strax er “teygjanlegt” orð, sem þýðir einhvern tíma á kjörtímabilinu, segir Vigdís Hauksdóttir. Í örfáum orðum sést siðleysi hennar. Um þetta snýst umræðan: Af hverju eru loforðin svikin? “Hryggir mig mjög að lof­orð stjórnar­flokkanna virðast hafa verið orðin tóm”. Segir María Rut Kristinsdóttir, sjálfstæðismaður og formaður Stúdentaráðs. En líka eru til vígreifir, sem vilja meira siðleysi en Vigdís og félagar. Heiðrún Lind Marteinsdóttir er stjórnarmaður Seðlabankans og fyrrum formaður Heimdallar. Heimtar blóðugan niðurskurð ótal atriða, sem aldrei voru nefnd fyrir kosningar. Heimtar 100% lygi.