Samgöngunefnd Alþingis er svo forstokkuð, að hún neitaði að skoða samgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Hún vildi fá sama lúxus og hún fær í yfirreið út á land. Á endanum lét hún til leiðast, þegar henni var boðinn kvöldveizla og hótelgisting. Flestir nefndarmanna búa raunar á höfuðborgarsvæðinu og geta sofið heima hjá sér. Þetta kemur fram á vefnum Eyjan.is. Ekki kemur fram, að neinn nefndarmaður hafi mótmælt þessari spillingu. Sýnir, að spilling er ekki einkamál valdhafa, heldur nær til allra stjórnmálaflokka. Kannski misjafnlega mikið. En undirliggjandi árátta er alls staðar í grasrótinni.