Heimtum dönsk lágmarkslaun

Punktar

Engin efnahagsástæða er fyrir lágum launum hér. Kominn er tími til að hala lágu launin upp. Ofsagróði er í sjávarútvegi, falinn gróði í stóriðju og gjaldeyrir mokast inn í ferðaþjónustu. Samt eru laun döpur einmitt í ferðaþjónustu. Danir hafa 20$ lágmarkslaun eða 2.600 kr. á tímann. Engin efnahagsrök er fyrir lægra lágmarki hér. Auðlindir eru margfalt meiri hér. En launin þarf að lögfesta, því Alþýðusambandið er í klóm brauðmola-ofsatrúar og alveg gagnslaust. 2.600 krónur á tímann samsvara 100.000 krónum á viku. Hæfir samt varla lágmarks framfærslu samkvæmt hagtölum. Tilgangur hagvaxtar er sá einn, að allir geti séð til sólar.