Silicor hét Calisolar til skamms tíma. Undir því heiti var fyrirtækið hrakið frá Toronto í Kanada og síðar frá Ohio og Missisippi í Bandaríkjunum. Mengunin frá verksmiðjunni keyrði út yfir allan þjófabálk. Silicor býr til poly-sílikon. Sú framleiðsla er svo mengandi, að einungis Kína vill sjá hana. Og svo auðvitað Ísland, sem elskar að velta sér upp úr mengun og svínaríi. Við þurfum stóriðju, hvað sem það kostar, segja sjálfstæðismenn, undir forustu Ragnheiðar Elínar Árnadóttur ráðherra. Faxaflóahafnir hafa samið við Silicor um eiturfabrikku á Grundartanga án umhverfismats. Hvað verður um eiturefnið sílikon tetraklóríð? Hvað fær borgin í auðlindarentu fyrir að leyfa að eitra fyrir ríkisborgurum?