Wikipedia er ótrúleg bylting, sem á núna fimmtán ára afmæli. Í þessari stærstu alfræðibók heims eru 40 milljónir greina á 250 tungum, þar á meðal á íslenzku. Risabókin er að mestu leyti rétt, á svipuðu róli og hin gamalfræga Britannica. Nota Wikipedia mikið og hún hefur aldrei brugðizt mér. Sannfærður um, að hún hefur gerbreytt vefskrifum ótal notenda. Skrifuð af áhugafólki, er þiggur ekki greiðslur. Partur af nýjasta hagkerfi heimsins, skiptihagkerfinu, þar sem fólk vinnur hvert í þágu annars. Öfugt við deyjandi græðgis-hagkerfi vesturlanda með sínum stjórnlausu bankakreppum. Wikipedia er nýtt og æðra menningarstig.