Heimur versnandi fer: Tvö dæmi

Punktar

Þegar börnin okkar ólust upp á Seltjarnarnesi, fórum við alltaf í kaffiboð í félagsheimilið 17. júní. Kvenfélagið og Björgunarsveitin skiptu með sér hátíðum, höfðu kaffi og fínar kökur á boðstólum. Kaffiboðið var ritúal, sem setti svip á hátíðina. Í þetta sinn eru félög áhugafólks fjarri og Veizlan hf að verki. Það er ekki sama og að éta kleinur frá kvenfélaginu. Eins og í Hrunamannahreppi. Þegar ég kom fyrst í réttirnar, voru seldar kleinur og kaffi kvenfélagsins við réttarvegginn. Nú kemur bara bíll frá Ísbílnum hf. Þannig fokkast ritúalið upp til sjávar og sveita. Heimur versnandi fer.