Heimurinn er úr sykri

Punktar

Sykur er alls staðar. Framleiðendur matvæla hafa fyrir löngu áttað sig á beinu sambandi sykurmagns og vinsælda. Sykur er jafnvel í sósum og súpum. Aspartam og sakkarín eru auðvitað sæta, meira að segja óvenju mögnuð dísæta. Í mörgum unnum kjötvörum er sykur, til dæmis í sumu áleggi. Dósamatur er almennt sykraður. Ekki þarf að segja þér, að allt kex, allar kökur og tertur eru fleytifullar af sykri, einnig ís og afurðir Mjólkursamsölunnar. Þú þarft að taka ábyrgð á sjálfum þér í heimi, þar sem sykur flæðir um alla afkima. Settu þér skýra reglu um, hvar þú setur sykurmörkin, og stattu við hana.