Forustumenn hestamannafélaga á Suðurlandi andmæla landsmóti í Reykjavík. Vilja heldur Hellu, þar sem landsmót hafa oftar verið. Segja fólk vilja koma saman í dreifbýli. Of dýrt sé að hafa landsmót á mörgum stöðum. Miklu þurfi að kosta í endurbætur í Reykjavík. Færri hafi mætt á landsmót í Reykjavík en á Hellu. Hins vegar er sagt, að betur fari um hesta og keppendur í borginni, þar sé fullt af hesthúsum. Erlendir og innlendir gestir eigi þar auðveldara með að fá gistingu. Sumt fólk vilji ekki búa á háværum tjaldsvæðum. Raunar er þetta þekkt rifrildi um mismun á aðstæðum í strjálbýli og þéttbýli.