Hellisskógur

Frá Stafafelli í Lóni inn með Jökulsá í Hellisskóg.

Óvenjulega fögur reiðleið undir tilbreytingarríkri fjallshlíð.

Förum frá Stafafelli með jeppavegi norðvestur með Jökulsá í Lóni. Förum fyrir Raftagil, Gullaugarfjall og Hvannagil. Síðan um Smiðjunes og Valskógsnes. Áfram förum við reiðslóð norður í Austurskóga og síðan norðvestur í Hellisskóg.

12,3 km
Austfirðir, Skaftafellssýslur

Nálægar leiðir: Illikambur, Dalsheiði, Reifsdalur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort