Frá Hellugnúpsskarði að Hlíðarenda og Eyjardalsá í Bárðardal.
Á Sörlastöðum hafa hestamenn á Akureyri aðstöðu fyrir hestamenn. Þetta er kjörinn áningarstaður á ferðalögum milli Eyjafjarðar og Þingeyjarsýslna. Hellugnúpsskarð er nokkuð bratt, einkum að vestanverðu, en stutt og auðratað, því að reiðliðin er greinileg. Samhliða reiðleiðinni er línuvegur, sem er torfær jeppum.
Förum af leiðinni frá Sörlastöðum um Hellugnúpsskarð í 600 metra hæð. Fylgjum línuveginum, sem þverbeygir til norðausturs og síðan til norðurs um Eyjadal niður í Bárðardal milli Hlíðarenda og Eyjadalsár.
9,5 km
Þingeyjarsýslur
Skálar:
Sörlastaðir: N65 33.420 W17 40.400.
Jeppafært
Nálægir ferlar: Bíldsárskarð, Fnjóskadalur, Hellugnúpsskarð.
Nálægar leiðir: Gönguskarð vestra, Gásasandur, Bleiksmýrardalur.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort