Glæpir hrunverja eru ferlegri en almennt var talið. Bankarnir voru blátt áfram skafnir að innan síðustu mánuðina fyrir hrun. Að verki voru stjórar bankanna. Og peningana hirtu útrásarbófar og skyldir aðilar. Þetta var gert í skjóli alþjóðlegra endurskoðenda. Allir þessir aðilar eru sekir upp á tugi milljarða á mann. Enginn hefur verið settur í gæzlu fyrir þessar sakir, sem hljóta að varða langtíma fangelsi. En ríkisvaldið pönkast samt á andófsfólki í héraðsdómi. Og margir helztu bófarnir siga dómurum á fjölmiðlafólk fyrir að leyfa okkur að fylgjast með ógeðinu. Ísland er helsjúkt spillingarbæli.