Illugi Gunnarsson fann út, að fækkun skólaára um eitt sparaði ríkinu fé. Gott er, að hann fattaði ekki, að hann gæti sparað enn meira með því að fækka árunum enn meira. Til dæmis leggja skólana niður, þegar hann hefur rústað útvarpinu. Illugi er heltekinn af ofsatrú teboðsins á afnám velferðar og ríkisvalds. Hann er þar á sama báti og Kristján Þór, sem reynir að rústa Landspítalanum. Þetta úrelta trúboð er að deyja út úr sögu Evrópu erlendis. Á sama tíma eru íslenzkir sjálfstæðismenn hugfangnari en nokkru sinni fyrr. Dýrt verður að laga stöðuna, þegar þeir verða loks svældir út eftir eitt og hálft ár. Hefjum niðurtalningu.