Kreppan, sem steðjar að Vesturlöndum, er ólík íslenzka hruninu. Þar reyna menn að endurfjármagna erlendar óreiðuskuldir ríkisins og nokkurra banka. Hér hrundu bankarnir einfaldlega. Hér töpuðu erlendir fjármagnseigendur 7378 milljörðum á einum degi. Við þurfum ekki að endurfjármagna þá óreiðu. Við þurfum bara að borga óreiðu og gjaldþrot Seðlabankans og kostnaðinn við að reisa nýja banka á rústum hinna gömlu. Til þess fengum við lán hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum og víðar. 1307 milljarða. Lánin þurfum við að greiða niður og borga 94 milljarða á ári í vexti. Heppin samt í samanburði við Grikki.