Hér deyr fólk úr sulti

Punktar

Rúmliggjandi aldraður einstæðingur án ættingja er bara með maltdós og lýsisflösku í ísskápnum. Allt úrtak aldraðra í doktorsrannsókn Berglindar Soffíu Blöndal í næringarfræði reyndist búa við næringarskort. Aldrað fólk tapar tilfinningu fyrir matarþörf og svengd og deyr að lokum úr sulti. Sýnishorn af tillitsleysi bófanna og fjórflokksins í garð gamla fólksins. Það getur étið það, sem úti frýs. Og sofið þar líka. Elliheimili vantar og betri pössun vantar á elliheimilum. Ekki vantar loforðin, þegar líður að kosningum. Þau gleymast síðan hjá þeim við stjórnarmyndun, hvort sem bófaflokkarnir heita Vinstri grænir eða eitthvað annað.