Kostirnir í orkumálum eru ekki: Annað hvort að virkja eða virkja ekki. Til er skoðun, sem segir, að síðasta áratug hafi verið ruðst fram í æðibunu. Ríkið hefur sem ábyrgðaraðili tekið á sig óhæfilegar byrðar fyrir mjög litla arðsemi peninga. Til er önnur skoðun, sem segir, að ráðagerðir um virkjun jarðhita séu að töluverðu leyti byggðar á sandi. Það er ímyndunum, bjartsýni og græðgi. Nú sé kominn tími til að fara varlegar í þessum efnum. Bera þarf saman mismunandi verðmætamat. Byrja þarf að vanda rannsóknir á jarðhita. Og gera þarf kröfur um mun meiri arðsemi virkjana en áður hefur verið gert.