Hér er nóg af peningum

Punktar

Við þurfum ekki meiri peninga hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðum og Norðurlöndunum til eðlilegra framkvæmda á Íslandi. Innlendir bankar eru fullir af peningum. Lána þá bara ekki út, heldur geyma í Seðlabankanum eða kaupa ríkispappíra. Treysta nefnilega ekki fólki og fyrirtækjum fyrir lánsfé. Eðlilegt viðhorf, því að Íslendingar eru heimsfrægir fyrir að vilja ekki borga skuldir. En jafnframt er skrítið, að bankar vilja helzt lána þeim, sem sannanlega kunna ekki með fé að fara. Við erum semsagt með of lélega bankstera og of lélega skuldara. Þann vanda er unnt að leysa á annan hátt en með erlendum lántökum.