Hér vantar auðlindarentu

Punktar

Landsframleiðslan er töluvert meiri en hagtölur sýna. Þær mæla ekki hækkun í hafi á útflutningsvörum. Hækkun í hafi var aðferð eigenda fyrsta álversins og er enn fyrirmynd allra útflutningsgreifa. Kvótagreifar eiga fyrirtæki erlendis, sem taka kúfinn af arðinum og fela í skattaskjólum. Þetta fer ekki í hagtölur hér á landi, heldur hverfur út í buskann. Þess vegna er ekki marktækt að miða rentu auðlindanna við arðinn, sem gefinn er upp innanlands. Rentan á bara að vera hlutfall af aflamagni, ekki af meintum arði. Eðlilegt er, að auðlindarenta af sjávarauðlindum og orkuauðlindum sé mælanleg, 20% af magni að minnsta kosti.