Hér vantar Tomma

Veitingar

Hard Rock var merkt matarhús og rokkminjasafn í Kringlunni fyrir aldamót, þegar Tommi réð þar ríkjum. Þá sagði Steve Wozniak, höfundur Apple og Macintosh, það vera bezta Hard Rock í heimi. Steve hafði þá selt hlutabréfin sín og fór um heim milli Hard Rock staða. Síðan fór Tommi í Búlluna, seldi Hard Rock, sem svo fór á hausinn fyrir hrun. Nú er komið nýtt Hard Rock í Lækjargötu. Ekki Rokkminjasafn, allt innbú upp á amerísku. Maturinn er so-so, barbeque kjúklingur með Chili-dósabaunum sem sósu, á 2.700 kr, þjónusta í lagi og tónahávaði furðulega lítill. Ekki einn af tíu beztu, en þolanlegur fyrir miðaldra hippa. Hér vantar Tomma.