Herbert laug

Fjölmiðlun

Ég biðst afsökunar á siðblindu Herberts Guðmundssonar, sem var blaðamaður hjá mér fyrir löngu. Hann segist þá hafa falsað viðtöl við Steingrím Hermannsson forsætisráðherra. Þetta er andstætt öllum reglum blaðamennsku. Hún sætir alls konar árásum og á sér þá vörn helzta, að hún fari með satt mál. Ef blaðamenn ljúga upp viðtölum, ráðast þeir að sjálfum hornsteini starfsins. Mér er stórlega brugðið. Ég vissi ekki af þessu atferli Herberts, fordæmi það eindregið og biðst afsökunar á því. Ég vona, að enginn taki upp þessi siðblindu vinnubrögð.