Herdís verður frábær

Punktar

Ég get vel hugsað mér að kjósa Herdísi Þorgeirsdóttur sem forseta Íslands. Held að hún sé að mörgu leyti frábær kostur. Vel menntuð og ákveðin, engin pólitískur taglhnýtingur. Ég veit samt lítið um líkur hennar á árangri. Því miður vildi hún ekki taka þátt í prufukeyrslunni á spurningavagni Capacent um daginn. Því er engin mæling komin enn á karisma hennar. Þóra Arnórsdóttir fékk þar fína mælingu. Hefði átt að fá fljúgandi start út á það, en er enn að hugsa málin. Við að taka af skarið fær Herdís forskot og aukna athygli, sem ætti að gagnast henni í næstu könnun. Líklega verða alvöru kosningar.