Herðubreiðarlindir

Frá þjóðvegi 1 á Mývatnsöræfum að Herðubreiðarlindum.

Herðubreið gnæfir yfir Herðubreiðarlindum, 1680 metra hátt stapafjall með gíg í kolli og rís meira en kílómetra yfir umhvefið. Fjallið er bratt og hömrum girt. Fært er upp á það um brattar skriður og móbergshellur að norðvestanverðu. Herðubreiðarlindir og Eystri-Grafarlönd eru þekktustu hálendisvinjar landsins rétt norðaustan Herðubreiðar. Þar eru margar lindir, sem saman mynda Lindá.

Förum af þjóðvegi 1 hjá Hrossaborgum á Mývatnsöræfum, nálægt Jökulsá. Förum suður með ánni að vestanverðu, vestan við Ferjuás og Yztafell, austan við Miðfell og Fremstafell og síðan yfir Grafarlandaá og vestan við Ferjufjall og austan við Grafarlandaá, alltaf suður með Jökulsá, yfir Lindá í Herðubreiðarlindir.

63,6 km
Þingeyjarsýslur

Jeppafært

Skálar:
Herðubreiðarlindir: N65 11.560 W16 13.390.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson