Herinn fer samt

Punktar

Bandaríkjastjórn er ekki alveg eins tillitslaus við gamla bandamenn sína og hún hefur lengst af verið. Illt gengi einstefnu hennar hefur leitt til aukinna viðræðna við erlenda ráðamenn, þar á meðal við landsfeður Íslands um framtíð umdeildrar eftirlitsstöðvar á Keflavíkurflugvelli. … Eftir nokkra snúninga með japli og jamli verður niðurstaðan hin rökrétta í stöðunni. Herinn fer. Bandaríkjastjórn er orðin ofbeldishneigðari í þriðja heiminum en herafli hennar stendur undir. Þess vegna þarf hún að flytja mannskapinn og tæknina á Keflavíkurflugvelli til mikilvægari hernaðarstaða. …