Herkostnaður af Davíðshruni

Punktar

Hallinn á ríkisbúskap Íslands er 4%. Það er aðeins 1% hærra en hámark þess sem Evrópusambandið telur þolanlegt. Og miklu lægra en hallinn á Írlandi, Grikklandi og Portúgal. Þar er hallinn nálægt 10%. Ríkin þrjú eru á leið í gjaldþrot, en Ísland er að rétta úr kútnum, þótt hægt gangi. Þessi mikli halli stafar af stórauknum vaxtagreiðslum ríkisins í kjölfar hrunsins. Ríkið tók á sig gjaldþrot seðlabanka Davíðs og hinn innlenda hluta af gjaldþroti viðskiptabankanna. Ríkishallinn var síðan lækkaður með samdrætti í velferð og einkum þó með hærri sköttum. Allt er það herkostnaður af Davíðshruninu.